Miðvikudaginn 17. sept. komu í heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurlands 11 kennarar frá Dille Gård Naturbruksgymnasium sem er í borginni Östersund í Jemtalandi í Norður-Svíþjóð. Dille Gård skólinn leggur meðal annars áherslu á íslenska hestinn í starfi sínu.
Kennararnir skoðuðu FSu undir leiðsögn alþjóðafulltrúa skólans, Lárusar Bragasonar. Eftir það var farið niður að Austurkoti og Votmúla og fylgst með starfinu á hestabraut FSu en kennarar brautarinnar í verklegum áföngum eru þær Freyja Hilmarsdóttir og Hugrún Jóhannsdóttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst