KFS mun halda innanhúsmót í fótbolta um páskana í samstarfi við Powerade og Axeló. Mótið fer fram laugardaginn 11.apríl í íþróttahúsinu frá 12:30 – 16:00. Spilað verður í tveimur riðlum. Það spila allir við alla í sínum riðli og komast tvö efstu liðin úr hvorum riðli í úrslit. Ekki er vitlaust að tala við eitthvað fyrirtæki í bænum og spila undir merkjum þess. Þannig að nú er bara að smala í lið og mæta til leiks laugardaginn 11. apríl kl. 12:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst