„Það er ekkert einsdæmi að dómarar ferðist með liðum í útileiki eins og gert var í þessu tilviki. Svona hefur hátturinn verið á síðustu tvo áratugi í það minnsta og ekkert út á það að setja,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ í samtali við Eyjafréttir.is, þegar hann var spurður út í kvartanir Eyjamanna með ferðatilhögun dómara í leiki ÍBV. Þórir bætti því við að með því að láta lið og dómara ferðast saman, væri komið í veg fyrir að liðin bæði væru mætt á staðinn en dómarar sætu veðurtepptir upp á landi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst