Karlalið ÍBV í körfubolta var ekki í neinum vandræðum með Sindra frá Hornafirði þegar liðin mættust í C-riðli 2. deildar karla. Eyjamenn höfðu fádæma yfirburði gegn slöku liði Hornfirðinga, en líklegt má teljast að einhverja leikmenn vanti í þeirra raðir. Lokatölur urðu 108:48 fyrir ÍBV eftir að staðan í hálfleik hafði verið 80:32. Tveir ungir leikmenn hjá ÍBV, þeir Sigurður Grétar Benónýsson og Aron Valtýsson skoruðu sín fyrstu stig fyrir ÍBV en þeir eru báðir á fjórtánda ári.