Föstudagskvöldið 18 mars næstkomandi mun hið rómaða Herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV fara fram í Akóges. Að venju verður mikið um dýrðir, um matinn sér Kári „Hlölli“ Fúsa að sinni alkunnu snilld ásamt aðstoðarmönnum en þar verður galdrað fram ótrúlegt bragð. Veislustjóri og skemmtikraftur er engin annar en Sólmundur Hólm sem skrifaði bókina um Gylfa Ægis en hann er ein besta eftirherma landsins og munu nokkrar óborganlegar týpur birtast t.d Pálmi Gunnarson ásamt fleirum.