„Eyjamenn hafa sýnt gríðarlegt langlundargeð. Þetta er búið að vera djöfullegt en stendur þó til bóta,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Vestmannaeyja, um ástandið í samgöngumálum fyrir Eyjamenn. Sem kunnugt er hafa siglingar með Herjólfi til Landeyjahafnar gengið brösuglega í vetur. Engin ferð hefur verið farin þangað síðan 12. janúar sl. og Herjólfur hefur orðið að sigla til Þorlákshafnar.