Ágætu forráðamenn ÍBV. Er ekki komin tími til að staldra aðeins við og meta aðstæður? Ég sem einlægur stuðningsmaður ÍBV – og þá sérstaklega fótbolta og handbolta, er orðið mjög leiður á þessum eilífu kröfum á hendur bæjarfélaginu. Bæjarfélagið okkar hefur ýmislegt annað að gera við skattfé okkar Eyjamanna, en að dæla því endalaust í ÍBV, íþróttamannvirki og þess háttar.
ÍBV virðist geta lagt í tugmilljóna byggingu á RISA-höll í Dalnum en ekki byggt STÚKU fyrir okkur áhorfendur og stuðningsmenn á Hásteinsvelli!