Við erum reglulega minnt á það að við búum á virku gosbelti sem getur látið á sér kræla hvenær sem er, um þessa hluti þarf ekki að fræða Vestmannaeyinga. Nýjasta dæmið um þetta er mikið hlaup í Múlakvísl sem olli stórtjóni og rofi á þjóðvegi eitt um brúna yfir ána. Þessir atburðir koma til með að hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuaðila og nær allan atvinnurekstur á svæðinu og skerða lífsgæði þeirra sem á svæðinu búa sérstaklega austan megin árinnar og er það miður.