Undanfarnar vikur hafa verið til kynningar skipulagskostir deiliskipulags í Löngulág. Vestmannaeyjabær samdi við ráðgjafafyrirtækið ALTA um mótun deiliskipulagsins en eingöngu er verið að leggja mat á kosti og er öllum frjálst að senda inn ábendingar eða athugasemdir. Frestur til þess rennur hins vegar út á morgun, miðvikudaginn 13. júlí klukkan 11:00.