Í ljósi skrifa Magnúsar Jónasonar á Eyjafrettir.is sé ég mig knúinn til að svara þeim spurningum sem hann setur fram. Fyrir það fyrsta tekur Magnús það fram að hann sé orðinn leiður á því að dæla fé bæjarins í ÍBV. Nú er það þannig að ÍBV er ekki bara í því að sinna mikilvægu barna og unglingastarfi í Vestmannaeyjum, sem vonandi er einhvers virði, heldur er ÍBV líka lang stærsti ferðaþjónustu aðilinn í bænum. Hingað koma á bilinu 50-60.000 manns á vegum félagsins árlega, vonandi er það einhvers virði.