Það verður mikið líf og fjör laugardaginn 26. janúar þegar fram fara tveir tónlistarviðburðir í tilefni af því að 40 verða liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Í Hörpu verða stórtónleikarnir Yndislega Eyjan mín 40 árum síðar og síðar sama kvöld verður slegið upp stórdansleik á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi þar sem margar af þekkustu hljómsveitum og listamönnum Eyjamanna koma fram.