Eric Reyes, landsliðsmarkvörður Púertó Ríkó, er mættur til landsins en hann verður á reynslu hjá ÍBV næstu daga. Þetta staðfesti Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í dag. Reyes mun æfa með Eyjamönnum og spila með liðinu gegn ÍA í Fótbolta.net mótinu á laugardag.