Nýliðar Fjölnis í Pepsi-deildinni hafa fengið leyfi frá ÍBV til að ræða við Gunnar Má Guðmundsson. Gunnar á eitt ár eftir af samningi sínum við ÍBV en þessi 29 ára gamli miðjumaður gæti verið á leið aftur í sitt gamla félag Fjölni. �??�?eir eru búnir að fá leyfi til að tala við mig en viðræður eru ekki byrjaðar,” sagði Gunnar Már í samtali við Fótbolta.net. �??�?að heillar að fara aftur í Grafarvoginn en við verðum að sjá hvað verður. Maður þarf að sjá hver tekur við hjá ÍBV og annað. �?að liggur ekkert á.”
Gunnar Már er uppalinn Fjölnismaður en hann fór með liðinu á sínum tíma úr neðstu deild upp í þá efstu. Eftir fall Fjölnis úr efstu deild árið 2009 fór Gunnar Már síðan til FH þar sem hann spilaði 2010. Sumarið 2011 lék Gunnar Már með �?órsurum á láni áður en hann gekk í raðir ÍBV.