�??Kosningin gengur vel og eru okkur farnar að berast tölur um kosningaþátttöku víða af landinu. �?etta fer ótrúlega vel af stað og víða um land fór þátttakan upp í rétt 30% fyrsta
sólarhringinn,�?? sagði Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags, þegar rætt var við hanni í vikunni. Kosning um heimild til verkfallsboðunar hófst á mánudaginn og lýkur þann 20. apríl. Drífandi er eitt 16 félaga í Starfsgreinasambandinu sem tekur þátt í kosningunni.
�??Kjörgögnin bárust til félagsmanna Drífanda með póstinum fyrr í vikunni og hátt í 10% félagsmanna í Eyjum kusu á fyrstu fjórum tímunum. Við höfum undanfarin ár slegið öll met í kosningaþátttöku yfir landið og verðum við að standa undir nafni með það áfram. Kosningin mun standa fram til miðnættis nk. mánudag. �?rslit verða ljós strax daginn eftir, á
þriðjudagsmorgun. Við sem stöndum í framlínunni fáum mikla hvatningu frá félagsmönnum ekki bara hérna í Eyjum heldur víða um land. Sömu sögu er að segja af hinum félögunum sem eru með okkur í atkvæðagreiðslunum, alls staðar samstaða um aðgerðir. Einnig er mikill meðbyr með okkur meðal almennings í landinu, enda veit fólk að barátta okkar skilar öllum betri kjörum.�??
Arnar sagði félagsmenn vita að erfitt geti verið fjárhagslega að fara í verkfall, en algjörlega sé ómögulegt að lifa lengur á þessum launum og tími sé kominn til aðgerða. �??Nú er bara að standa saman og sýna samstöðu. Sagan hefur kennt okkur að samstaða og úthald skilar okkur langt, og með þessar sanngjörnu og hógværu kröfur í farteskinu er ekki til neitt annað svar en JÁ,�?? sagði Arnar.