Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna unnu í gær sinn fyrsta sigur í deildinni. �?etta var einnig fyrsti heimaleikur liðsins en hann var gegn �?rótti.
Stelpurnar fengu aragrúa af færum í fyrri hálfleik gegn sterkum vindi, Kristínu Ernu Sigurlásdóttur tókst að koma boltanum í markið af stuttu færi.
Staðan var því 1:0 í hálfleik. Í liði ÍBV áttu tvær afmæli en Shaneka Gordon hélt upp á daginn með stoðsendingu. Tanja Rut Jónsdóttir var einnig í leikmannahóp ÍBV.
Í síðari hálfleik áttu stelpurnar okkar ekki mikið af galopnum færum með vindinum. Sigurinn var þó ekki í hættu og stelpurnar því komnar með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina.