ÍBV og Hapoel Ramat mættust í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem ÍBV sigraði með fjögurra marka mun, 25-21. Liðin komust að samkomulagi um að leiki báða leikina í Vestmannaeyjum og var þetta heimaleikur Hapoel Ramat.
ÍBV byrjaði miklu betur og völtuðu hreinlega yfir Ísraelanna sem gátu lítið sem ekkert og komst ÍBV í 8-0 þegar rúmlega átta mínútur voru liðnar af leiknum, liðsmenn Hapoel tóku þá við sér og þegar um 20. mínútur voru liðnar var staðan 11-7 en markmaður Hapoel, Jovan Kukobat hélt sínum mönnum inní leiknum og varði 11 skot í fyrri hálfleik. ÍBV voru að spila góða vörn og fyrir aftan var Stephen Nielsen í stuði, en það var sóknarleikurinn sem varð til þess að munurinn varð ekki meiri í hálfleik og staðan 13-9 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Seinni hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri, Eyjamenn héldu þó alltaf um þriggja til fimm marka forskoti hleyptu þeim aldrei nær en þremur mörkum, leiknum lauk með fjögurra marka sigri ÍBV, 21-25 og er það gott veganesti fyrir seinni leikinn en nú er einungis hálfleikur í þessu einvígi. En liðið sem vinnur samanlagðan sigur fer áfram í þriðju umferð og mætir Benfica frá Portúgal. Síðari leikur liðanna fer fram á sunnudaginn klukkan 13:30
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Theodór Sigurbjörnsson 6, Magnús Stefánsson 4, Grétar �?ór Eyþórsson 3, Andri Heimir Friðriksson 3, Einar Sverrisson 3, Dagur Arnarsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Svanur Páll Vilhjálmsson 1 og Brynjar Karl �?skarsson 1
Stephen Nielsen varði 26 skot.