Þessa stundina er verið að taka fyrir 148. mál á Alþingi en flutningsmenn tillögunnar eru þingmenn Frjálslyndra Kristinn H. Gunnarsson, Guðjón A. Kristjánsson, Grétar Mar Jónsson, Jón Magnússon. Í tillögunni er það lagt til að ríkið yfirtaki veggöngin undir Hvalfjörð og felli strax niður veggjaldið um göngin. Hanna Birna Jóhannsdóttir, sem tók sæti Grétars Mars á þingi benti í kjölfarið á fleiri þjóðvegi sem eru skattlagðir og hefðu átt heima í tillögunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst