Friðunin - Hörð viðbrögð koma bæjarstjóra ekki á óvart
�??�?að hefur ekki komið mér á óvart þó friðlýsing hafi hlotið sterk viðbrögð hér í Eyjum. Málið er enda þannig fallið að báðir flokkar í bæjarstjórn klofnuðu vegna þess og á þeim 14 árum sem ég hef verið í bæjarstjórn man ég ekki eftir því að slíkt hafi gerst. �?g var einlæglega á móti þessari friðlýsingu og það skýrist fyrst og fremst af þeirri prinsippástæðu að ég vil að við ráðum sem mestu sjálf um okkar Eyjar,�?? sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri um ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar þvert á flokka um friðlýsingu búsvæðis sjófugla í Vestmannaeyjum.
Félag bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum hafa mótmælt samþykktinni og bendir m.a. á að þar með færist forræði héðan til Reykjavíkur. Elliði tekur í svipaðan streng. �??Sporin hræða einfaldlega þegar kemur að samskiptum við ríkið. �?g reyndi þess vegna í mörg ár að koma inn þessu orðlagi: �??Náist ekki samkomulag um endurskoðun á mörkum verndarsvæðisins eða einstaka ákvæðum friðlýsingarinnar getur hvor aðili fyrir sig sagt sig frá friðlýsingunni og mun hún þar með falla niður�?? Í þeirri baráttu hafði ég ekki erindi sem erfiði og þess vegna greiddi ég atkvæði á móti.�??
Elliði segir það hins vegar komið sér mikið á óvart sú sterka krafa hér í Eyjum um að hann beiti einhverju meintu oddvitavaldi og láti þann meirihluta sem samþykkti friðlýsingu breyta afstöðu sinni. �??Jafnvel fólk sem hér hefur farið mikinn í að halda á lofti umræðu um einhverja �??hirð�??, �??foringjaræði�?? og fl. er nú hneykslað á því að ég skuli ekki bara hafa ráðið þessu og látið hina gegna. Sannleikurinn er þó sá að í flestum málum erum við bæjarfulltrúar allir sammála, þegar við klofnum í afstöðu er það oftast vegna ólíkra stjórnmálsskoðana og þá skiptumst við í meiri- og minnihluta. Svo gerist það einstaka sinnum að við klofnum þvert á flokka og þá ræður persónuleg afstaða hvers og eins.
Í þeirri stöðu sem við erum nú í væri ég alveg til í að taka þessa ákvörðun upp og skipa einhverskonar samráðsnefnd með það að leiðarljósi að veita þeim sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu og þeim sem áhuga hafa á svæðinu að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Mér dettur þó ekki í hug að beita aðra fulltrúa einhverjum þrýstingi þótt þeir hafi haft aðra afstöðu en ég enda væri ég þá að biðja þá um að brjóta lög sem kveða á um að bæjarfulltrúar styðjist við eigin sannfæringu við ákvörðunartöku,�?? sagði Elliði.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.