Íslandsmót Öldunga var haldið í Laugardalshöllini 16. febrúar síðastliðinn. Frjálsíþróttakonan Árny Heiðarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari í flokki 60-64 ára. Keppti hún í 60 metra hlaupi, langstökki og kúlu. Keppt var í tveimur riðlum og tóku 16 konur á öllum aldri þátt. Árný sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta hefði verið virkilega skemmtilegt mót og alltaf væri gaman að ná árangri.
Árangur Árnýjar á mótinu:
Hlaup – 9.68 sek
Langstökk – 3,80m
Kúla – 8.34m
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst