Jóhann Guðjónsson, Jói á Þristinum, brá ekki út af vana sínum og tilkynnti Eyjafréttum um komu fyrsta vorboðans, tjaldsins sem er fyrr á ferðinni en venjulega. ,,Ég sá fyrsta tjaldinn í dag sem er óvenju snemmt. Venjulega er hann að koma um miðjan mars. Í fyrra sá ég þann fyrsta á steini suður í Klauf sem er hefðbundinn tími. Núna er hann mættur, fjórða mars og á veðrið örugglega sinn þátt í því,” sagði Jóhann sem man ekki eftir honum þetta snemma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst