Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi vegna austanstorms og snjókomu eða slyddu. Tekur hún gildi í kvöld kl. 21:00 til kl. 03:00 í nótt.
Í viðvörunarorðumsegir: Austan 13-20 m/s, en 18-23 undir Eyjafjöllum og snarpar vindhviður þar. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu með versnandi akstursskilyrðum.
Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, snjókoma eða slydda með köflum, en styttir upp sunnantil síðdegis. Frost 0 til 10 stig, en hiti um eða yfir frostmarki syðst.
Á sunnudag:
Breytileg átt, 3-10, skýjað og dálítil él með ströndinni norðan- og vestanlands, en annars bjart með köflum. Kólnar í veðri.
Á mánudag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él norðantil, en að mestu bjart syðra. Frost 2 til 15 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Vaxandi suðlæg átt og lítilsháttar él vestanlands, en yfirleitt bjart fyrir austan. Hægt hlýnandi veður.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með éljum eða skúrum. Hiti 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Líkur á stífri suðvestanátt með skúrum og síðar éljum. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 18.01.2024 20:56. Gildir til: 25.01.2024 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst