Á vef Vestmannaeyjabæjar er tilkynning um íbúafund um samgöngur á milli lands og Eyja.
Fram kemur að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþór Þorkelsdóttir, vegamálastjóri hafi samþykkt að mæta á íbúafund um samgöngumál Vestmannaeyinga að beiðni bæjarráðs.
Fundurinn verður haldinn 30. janúar nk. kl. 19:30 í Höllinni. Fólk er beðið um að taka tímann frá, en fundurinn verður auglýstur nánar í næstu viku.
https://eyjar.net/algjort-radaleysi-af-halfu-rikisins/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst