Hann er athyglisverður árangurinn af samstarfi Ferðamálasamtakana, Vestmannaeyjabæjar og Herjólfs ohf. í markaðssetningu Vestmannaeyja sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.
88 þúsund fleiri farþegar
Þetta samstarf hófst árið 2021 í heimsfaraldri. Herjólfur flutti að meðaltali á árunum 2016 til 2019, 343 þúsund farþega. Á síðasta ári var fjöldinn 431 þúsund farþegar. Sem er fjölgun um 88 þúsund farþega. Ef reiknað er með fullu fargjaldi á hvern farþega skilar þetta um 211 milljónum til Herjólfs ohf. Þá eru aðrar tekjur af farþegum, eins og veitingasala og flutningur á bifreiðum ekki reiknaðar inn.
Tekjuaukning um 48 milljónir
Eldheimar eru sannarlega glæsileg umgjörð um merkilegan þátt í sögu Vestmannaeyja og var að sjálfsögðu umtalsverð fjárfesting á sínum tíma sem hugsuð var fyrir ferðaþjónustu. Nú er færast verulegur vöxtur í aðsókn að safninu. Árlegar tekjur Eldheima voru að meðaltali á árunum 2016-2019 um 76 milljónir en voru á síðasta ári 124 milljónir sem er tekjuaukning upp á 48 milljónir.
Markaðssetning að sanna gildi sitt
Bara þessir tveir þættir sem tilheyra rekstri Vestmannaeyjabæjar eru þá hugsanlega að skila um 260 milljónum í hærri tekjum á síðasta ári til samfélagsins, sem hægt er að þakka góðri markaðssetningu. Þá eru ótalin tekjuhækkun Sagnheima og íþróttamiðstöðvarinnar af rekstri sundlaugarinnar sem örugglega njóta aukins fjölda ferðamanna.
https://eyjar.net/yfir-430-000-med-herjolfi-i-fyrra/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst