Sjómannahelgin var öll hin glæsilegasta um liðna helgi. Dagskráin hófst á fimmtudaginn síðasta og kláraðist á sunnudaginn. Margt var um manninn og var veðrið gott alla helgina. Óskar Pétur Friðriksson var á myndavélinni alla helgina og myndaði fyrir Eyjafréttir.
Á fimmtudeginum fór sjómannabjórinn á The Brothers Brewery í sölu en bjórinn í ár var til heiðurs Bedda heitnum á Glófaxa. Um kvöldið var Rokkað til heiðurs sjómönnum í Höllinni og hljómsveitin Hjálmar var með tónleika í Alþýðuhúsinu.
Laugardagur
Á laugardeginum var eins og áður sjómannaför niður við bryggju. Þar var margt um manninn og mikið í boði eins og til dæmis, kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut, foosball völlur á staðnum, þurrkoddaslagur fyrir krakkana. Risa sundlaug með fjarstýrðum bátum. Kjörís var á bryggjunni að gefa ís og kynna nýjungar. SS mætti og grillaði pulsur fyrir alla þá sem vildu.
Um kvöldið var svo hátíðarsamkoma Sjómannadagsráðs, Hallarinnar og Einsa Kalda. Veislustjóri kvöldsins var Gísli Einarsson. Þeir sem stigu á svið um kvöldið var Jónsi í Svörtum fötum, Stebbi Hilmars og Sara Renee. Leó Snær greip í gítarinn og hitaði fólk upp fyrir ballið sem var í höndum Stuðlabandsins og spiluðu þeir langt fram á nótt.

Sunnudagur
Á sjálfan Sjómannadaginn byrjaði dagskráin dagsins í Landakirkju með Sjómannamessu. Eykindilskonur voru með kaffisamsæti í Akóges.
Klunna þrjú hófst svo dagskráin á Stakkagerðistúni eins og áður. Þar voru veitt verðlaun fyrir keppnir laugardagsins, sjómenn heiðraðir og vel valdir ræðumenn sögðu nokkur orð.
Verðandi heiðraði Gísla Val Einarsson. Jötunn heiðraði Halldór Björgvinsson og Vélstjórafélagið heiðraði Gunnar Marel Tryggvason.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.