Vilja meira fé til loðnuleitar
_DSC0433.
Á miðunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Loðnubrestur er orðin staðreynd, sá þriðji á fimm árum með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Loðnubrestur er högg fyrir bæði uppsjávarsveitarfélög og þjóðarbúið allt.

Í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja segir að það sé afar sérstök forgangsröðun fjármuna að ríkið skuli ekki setja meira fjármagn í loðnurannsóknir og loðnuleit í ljósi þeirra verðmæta sem tapast þegar loðnubrestur verður. Ríkið er stærsti hagsmunaaðili hvað loðnu varðar og ætti að haga sér sem slíkur.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð hvetji sjávarútvegsráðherra til að tryggja betri umgjörð og meira fé til loðnuleitar og loðnurannsókna enda miklir hagsmunir fyrir þjóðarbúið þar undir.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.