Systurnar Litla hvít og Litla grá hafa aðlagast vel í nýjum heimkynnum og segja umönnunaraðilar þær nú tilbúnar til þess að láta sjá sig. Ákveðið var að opna fyrir gluggan að landlauginni sem systurnar dvelja í fyrir gesti til þess að sjá nýjustu íbúa Vestmannaeyja. Heimsóknirnar verða vel vaktaðar af starfsmönnum Sea life trust svo það sé ekkert sem trufli systurnar í sínum daglegu athöfnum. Í gær komu um 180 manns að heimsækja systurnar seinnipartinn.
Starfsfólk Sea life trust vill minna á að það er opið alla virka daga frá 10-17 í gestastofunni og er hægt að sjá systurnar frá klukkan 12. En ákveðið var að hafa opið aukalega milli 17 og 18 þessa vikuna þar sem Vestmannaeyingar með árskort í Sea life trust geta nýtt sér þann tíma líka. Gestir þurfa að athuga það að systurnar eru ekki sýningardýr heldur er þetta umönnunarlaug og velferð systrana er alltaf í forgangi. Ekki er í boði að taka myndir eða myndbönd í gestastofunni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.