Fyrsta barn árs­ins fætt í Eyj­um
24. ágúst, 2019

Fyrsta barn árs­ins í Vest­manna­eyj­um fædd­ist þriðju­dag­inn 20. ág­úst. Það var stúlka, 16 merk­ur og 53 cm. Að sögn móður stúlk­unn­ar gekk fæðing­in vel og heils­ast þeim mæðgum vel.

„Ég var alltaf ákveðin í því að fæða í Eyj­um eft­ir að hafa fætt tvær dæt­ur í Reykja­vík. Það er al­veg hrika­lega leiðin­legt að þurfa að fara viku til tíu dög­um fyr­ir fæðingu til Reykja­vík­ur og bíða þar. Við fór­um tvisvar þangað í ág­úst með allt dótið til ör­ygg­is og ekk­ert gerðist. Ég vildi því fara heim og eiga barnið í Eyj­um eins og systkini mín hafa gert og dá­samað hversu gott það er að eiga barn í heima­bæ sín­um. Auk þess sem ég og pabbi henn­ar erum bæði fædd í Eyj­um,“ seg­ir Halla Björk Hall­gríms­dótt­ir og bæt­ir við að eft­ir að ljós­móðirin í Eyj­um hafi farið yfir málið hafi hún sann­færst enn frek­ar um að hún vildi eiga barnið á heima­slóðum.

„Við erum bæði mikl­ir Eyja­menn og langaði að barnið fædd­ist þar,“ seg­ir Karl Har­alds­son, faðir fyrsta barns árs­ins í Vest­manna­eyj­um. Halla Björk seg­ir að það hafi verið dá­sam­legt að fæða barnið á sjúkra­hús­inu í Eyj­um þar sem komið hafi verið fram við hana eins og drottn­ingu og það hafi verið mik­ill lúx­us að þurfa ekki að spá í því hvernig þau kæm­ust heim með börn­in.

Mbl.is greindi frá.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst