Kristófer Ísak hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV.
Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar. Þar segir ennfremur að Kristófer Ísak komi til ÍBV frá HK. Hann hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og er gríðarlega efnileg skytta. „Við hlökkum mikið til að vinna með honum næstu árin og bjóðum Kristófer Ísak velkominn í ÍBV.“ segir í tilkynningunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst