Mikið skemmd bifreið á Eiðinu hefur vakið athygli vegfarenda um helgina. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns Lögreglunnar í Vestmannaeyjum kom mál þetta upp á föstudagskvöldið og liggur nokkuð ljóst fyrir.
Stefán segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að rannsókn sé þó ekki lokið því ástand ökumanns er í skoðun. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst