Þann 5. júní síðastliðinn var björgunarskipið Þór kallað út vegna erlendrar skútu sem lent hafði í töluverðum vandræðum djúpt suður af landinu.
Skútan hefur verið í Eyjum síðan en skipta þurfti um gír í skútunni, auk þess sem endurnýja þurfti segl skútunnar sem hafði farið illa í barningnum. Skútan var tekin á þurrt í dag þar sem áætlað er að skipta um skrúfuásinn auk þess sem endurnýja á ásþétti.
Búast má við að hún verði svo ferðafær þegar hún kemst aftur á flot.
https://eyjar.net/thor-kominn-med-skutuna-til-eyja/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst