Í gærkvöldi var vígsla Myllunnar og Vitans. Jói P. hélt þrumuræðu fyrir hönd Myllunnar og var flugeldasýning í framhaldi af ræðunni.
Sindri Freyr Ragnarsson hélt ræðu fyrir Vini Ketils Bónda. Séra Viðar blessaði vitann og Svavar Steingrímsson tendraði hann.
Framundan er setning Þjóðhátíðar kl. 14:30 í dag. Ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net myndaði vígslurnar í gær sem og lífið á höfninni, en mikill fjöldi er kominn á Eyjuna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst