Töluvert hefur fundist af pysjum og hefur 151 pysja verið skráð inn á lundi.is.
„Pysjurnar í ár eru bæði fyrr á ferðinni og þyngri en flest undanfarin ár. En hvort tveggja er í raun eins og þetta á að vera í eðlilegu árferði hjá lundanum,“ segir í færslu á Facebook-síðu Pysjueftirlitsins.
Björgunarfólk er beðið um að skrá pysjurnar sem það finnur og að vigta þær ef það hefur tök.
Eiga ekki mikla möguleika
Sea Life Trust gaf frá sér áminningu á Facebook-síðu sinni í vikunni að sleppa pysjunum ekki við höfnina eða á Skansinum og fara frekar með þær út á Hamar.
Í höfninni geta pysjurnar lent í olíu og ef þær nást ekki þá eiga þær ekki mikla möguleika.
Margrét Lára sett í bað
„Þessi lundapysja fannst í höfninni fyrir 2 dögum og voru það vinir okkar á Ribsafari sem komu með hana til okkar. Hún var olíublaut og þurfti því að þvo henni vel og þurrka áður en hún fór svo í hlýjuna undir hitalampa,“ segir í færslu frá Sea Life Trust um pysjuna sem sjá má á meðfylgjandi myndum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst