„Liðin eru að koma saman núna og að byrja æfingar. Það eru einhverjir sem eru erlendis, sérstaklega af þessum erlendu leikmönnum sem eru hjá okkur, en þau sem eru hérna í Eyjum eru byrjuð að æfa og svo fer allt á fullt eftir Þjóðhátíð“ segir Garðar B. Sigurjónsson, formaður handknattleiksráðs ÍBV.
Hvaða breytingar verða á leikmannahópi karla og kvenna?
„Hjá stelpunum eru þær Amelía, Elísa, Sara Dröfn og Þóra Björg farnar en við fengum liðsstyrk frá Kósóvó, línumanninn Yllka Shatri. Að öðru leyti er hópurinn eins og á síðasta tímabili. Karlamegin eru Arnór og Elmar farnir í atvinnumennsku en við höfum fengið króatíska skyttu, Marino Gabrieri, sem kemur til okkar eftir Þjóðhátíð. Svo hefur Kristófer Ísak, ungur strákur frá HK, gengið til liðs við okkur og svo er náttúrulega Robbi Sig kominn aftur eftir að hafa verið eitt ár úti í Noregi. Þannig að við verðum áfram með mjög sterk lið báðum megin.“
…
Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tbl. Eyjafrétta.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.