Íslenskir tipparar byrja vel í getraunum nú þegar enski boltinn er kominn á fullt. Síðastliðinn laugardag voru fimm tipparar með 13 rétta og fær hver í sinn hlut vinning allt frá 700 þúsund krónum og upp í rúmar 900 þúsund krónur. Tippararnir styðja meðal annars við bakið á FH, ÍBV, Austra og Golfklúbb Vatnsleysustrandar, að því er segir í tilkynningu frá Getspá / Getraunum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst