Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja fjallaði um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins á fundi sínum í vikunni.
Á fundinum var kynning á samstarfi þjónustukerfa á sviði endurhæfingar og væntanlegum samstarfsamningi milli samstarfsaðila. Óskað er eftir að Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fái umboð til að undirrita samning um samstarf á sviði endurhæfingu á grundvelli yfirlýsingar dags. 15. febrúar 2024. Tekið er fram að umræddur samningur felur ekki í sér framsal af neinu tagi á ákvörunarvaldi.
Samhæfingarteymi er hugsað fyrst og fremst sem vettvangur fyrir faglegt samstarf en ekki taka ákvarðanir um málefni þjónustunotenda hjá sveitarfélögum. Á þeim forsendum er talið eðlilegt að stjórnendur félagsþjónustu undirriti samninginn fremur en að hann fari til hverra sveitarstjórnar fyrir sig.
Ráðið samþykkti fyrir sitt leiti umboð framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs til að undirrita samning um samstarf á sviði endurhæfingar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst