Lionshreyfingin á Íslandi safnar fé á nokkurra ára fresti til góðra málefna undir merkinu „Rauða fjöðrin”. Nú hafa Lionshreyfingin og Píeta-samtökin tekið höndum saman um átak til að efla starf samtakanna.
Lionsfélagar selja Rauðu fjöðrina dagana 3. – 6 apríl 2025. Landsmenn eru hvattir til að styðja við þetta þarfa verkefni. Lionsmenn í Eyjum undirbjuggu sölu á Rauðu fjöðrinni um síðastliðna helgi. Óskar Pétur Friðriksson smellti nokkrum myndum af undirbúningnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst