Uppbygging og framkvæmdir setja mark sitt á bæinn
31. mars, 2025

Mikill kraftur ríkir í framkvæmdum og uppbyggingu í Vestmannaeyjum um þessar mundir, bæði af hálfu sveitarfélagsins og einkaaðila. Á næstu misserum stendur til að ráðast í fjölmörg stór verkefni sem hafa bæði áhrif á innviði bæjarins og atvinnulíf í heild. Við ræddum við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, um hvað væri helst á döfinni, hvernig staðan sé á íbúðamarkaði og hvaða áhrif þessi uppbygging hefur haft á samfélagið í Eyjum.

Að sögn Írisar eru margar stórar framkvæmdir í undirbúningi eða þegar hafnar. Af hálfu sveitarfélagsins má helst nefna viðbyggingu við íþróttahúsið, endurnýjun á Gjábakkakanti, ásamt lagningu gervigrass og flóðlýsingu á Hásteinsvelli. Þá hafi nú þegar verið kynnt fjölmörg viðhaldsverkefni.

En það eru ekki einungis bæjaryfirvöld sem standa í framkvæmdum. Íris bendir á að einkaaðilar séu einnig að byggja töluvert, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðir. Þar má nefna stór og metnaðarfull verkefni eins og Landeldið í Viðlagafjöru, Lava Spring baðlón og nýja hótelbyggingu, sem eru ýmist komin af stað eða í startholunum.

Hvernig er framboð af íbúðarhúsnæði að þínu mati? „Mín tilfinning er að staðan sé nokkuð góð, en það vantar kannski helst eignir sem henta fyrstu íbúðakaupendum,“ segir hún og bendir á mælaborð HMS sem góðan upplýsingaveitanda fyrir þá sem vilja fylgjast með þróun húsnæðismála eftir sveitarfélögum. Þegar talið berst að aðgengi að byggingarlóðum segir Íris að eins og staðan sé í dag séu ekki margar lóðir lausar en segir að það líti mun betur út með það sem er í deiliskipulagsferli. Þar má helst nefna Lögnulá, þar sem gert er ráð fyrir um 100 íbúðum, og Miðgerði, sem verður tilbúið á næstu mánuðum.

„Við teljum að þessar lóðir muni duga vel miðað við núverandi húsnæðisþörf, og erum við að fylgja húsnæðisáætlun sveitarfélagsins sem við skiluðum til HMS í lok desember, eins og skylt er að gera ár hvert.“

En hvernig telur Íris að öll þessi uppbygging og framkvæmdir hér í Eyjum hafi haft og muni hafa áhrif á atvinnulíf og efnahag bæjarins?

,,Öll uppbygging hér í Eyjum er mjög jákvæði fyrir okkur sem samfélag, skapar tækifæri ný og ný störf í framhaldinu. Við finnum klárlega fyrir því að mikilvægt er að fjölbreytni í störfum aukist og hefur það verið að raungerast með þessari uppbyggingu,“ segir hún að lokum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst