ÍBV og Afturelding mættust í 8-liða úrslitum karla í handbolta í dag. Jafnræði var með liðunum framan af leik í dag, en ÍBV leiddi í leikhléi 13-14. Þegar leið á seinni hálfleik komust heimamenn í Aftureldingu yfir og létu þeir ekki þá forystu af hendi. Lokatölur 32-30.
Næsti leikur í einvíginu verður næstkomandi þriðjudag í Vestmannaeyjum en vinna þarf tvo leiki til þess að komast áfram. Dagur Arnarsson var markahæstur Eyjamanna með átta mörk. Daniel Esteves Vieira skoraði fimm, Sveinn Jose Rivera og Andri Erlingsson gerðu fjögur og Elís Þór Aðalsteinsson og Gauti Gunnarsson skoruðu þrjú hvor. Kristófer Ísak Bárðarson, Nökkvi Snær Óðinsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson skoruðu eitt mark hver.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst