Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Grindavíkur í fyrrakvöld að lokinni fyrstu veiðiferð eftir sjómannadagshelgi. Það aflaðist vel í veiðiferðinni og var fullfermi landað í gær. Rætt er við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvernig veðrið hefði verið.
„Til að byrja með var mjög hvasst. Þetta voru 30 metrar og vindurinn fór upp í 40. Við vorum að veiðum nálægt landi og því var ekki mikill sjór þrátt fyrir vindinn. Við vorum að veiðum á Pétursey og Vík og aflinn var ekkert sérstakur til að byrja með en síðan brast á ágætis veiði og við náðum að fylla. Túrinn var ekki langur eða innan við tveir og hálfur sólarhringur höfn í höfn. Aflinn var mest þorskur og ýsa en einnig fékkst dálítið af ufsa. Það verður haldið út á ný fljótlega eftir að löndun lýkur,” sagði Egill Guðni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.