Fyrsta löndun eftir sjómannadagshelgi
6. júní, 2025
Vestmannaey V Landar 20220717 111132
Landað úr Vestmannaey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Grindavíkur í fyrrakvöld að lokinni fyrstu veiðiferð eftir sjómannadagshelgi. Það aflaðist vel í veiðiferðinni og var fullfermi landað í gær. Rætt er við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvernig veðrið hefði verið.

„Til að byrja með var mjög hvasst. Þetta voru 30 metrar og vindurinn fór upp í 40. Við vorum að veiðum nálægt landi og því var ekki mikill sjór þrátt fyrir vindinn. Við vorum að veiðum á Pétursey og Vík og aflinn var ekkert sérstakur til að byrja með en síðan brast á ágætis veiði og við náðum að fylla. Túrinn var ekki langur eða innan við tveir og hálfur sólarhringur höfn í höfn. Aflinn var mest þorskur og ýsa en einnig fékkst dálítið af ufsa. Það verður haldið út á ný fljótlega eftir að löndun lýkur,” sagði Egill Guðni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.