Í kvöld hefst 15. umferð Bestu deildar karla með tveimur leikjum. Í þeim fyrri fær ÍBV Stjörnuna í heimsókn á Hásteinsvöll. Eyjaliðið í tíunda sæti með 15 stig en Stjarnan er í því fimmta með 21 stig. Í fyrri leik liðanna í Garðabæ fór ÍBV með sigur af hólmi 2-3 í stórskemmtilegum leik. Það má því búast við hörkuleik á Hásteinsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.30.
Leikir dagsins:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst