„Það skemmtilegasta við skólagönguna mína var að geta verið með vinum á hverjum degi,“ segir Sara. Hún nefnir einnig að tímarnir hjá Óla Tý hafi verið góðir og að viðburðir eins og árshátíðirnar og FÍV Cup hafi staðið upp úr. Að vera búin með framhaldsskólann er bæði léttir og söknuður að sögn Söru. „Það er fínt að vera búin að klára stúdentsprófið en ég veit samt að ég á eftir að sakna skólans,“ segir hún.
Aðspurð hvernig henni hafi tekist að samræma námið við persónulega lífið, segir Sara að skipulag hafi skipt sköpum. „Ég reyndi að klára verkefnin yfirleitt fyrir helgi svo ég hefði hana lausa. Ef það var mikið að gera þá skipti ég bara fögum | niður á daga og einbeitti mér að einu í einu.“ Sara notaði frítímann sinn með því að eyða tíma með vinum fyrir utan skólann og hlóð batteríin þannig. Nú þegar framhaldskólagöngu Söru er lokið segist Sara ætla að taka sér hlé frá námi í eitt ár og vinna. „Ég ætla að taka mér ár í pásu og vinna á meðan ég ákveð hvað mig langar að læra. Svo stefni ég á að fara í háskóla á næsta ári.“
Hvaða ráð myndi Sara gefa öðrum ungmennum sem eru að byrja í framhaldsskóla? ,,Ekki að stressa sig of mikið á hlutunum og svo bara njóta þess að vera í framhaldsskóla.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst