Verið er að stækka vinnubúðirnar um eina einingu. Þá bætast vð 44 herbergi.
Framkvæmdir standa nú yfir hjá Laxey við að bæta við þriðju vinnubúðaeiningunni, sem verður sambærileg við þær sem fyrir eru við Helgafell.
Allar einingarnar eru jafn stórar og hver þeirra er með 44 herbergi með sérbaðherbergi, auk sameiginlegs eldhúss og seturýmis fyrir íbúa.
Nýja einingin verður því til viðbótar við tvær sem fyrir eru. Aðstaðan í vinnubúðunum er fullbúin og hönnuð með það að markmiði að tryggja starfsfólki þægilegt húsnæði meðan á vinnu þeirra stendur.