Konunglegt teboð var haldið í Sagnheimum á sunnudaginn síðastliðinn sem hluti af fjölbreyttri dagskrá Safnahelgarinnar. Gestir nutu bæði góðrar stemningar og fróðleiks þegar rætt var um líf og störf dönsku konungsfjölskyldunnar.
Guðný Ósk Laxdal hélt þar áhugavert erindi um dönsku konungsfjölskylduna. Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander, þar sem hún deilir fréttum, myndum og fróðleik úr heimi konungsfólks víðs vegar að úr heiminum.
Viðburðurinn vakti mikla ánægju meðal gesta og setti glæsilegan konunglegan svip á Safnahelgina þetta árið. Halldór B. Halldórsson tók upp myndband frá dagskránni sem má sjá hér að neðan. Einnig má sjá myndasyrpu Óskars Péturs Friðrikssonar frá teboðinu hér að neðan.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst