Eyjamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, sem hefur verið að gera það gott undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, hóf tónleikaferðalag sitt um Evrópu með tónleikum í Lundúnum í fyrrakvöld. „Þetta var bara gaman, mjög gaman,“ segir Unnar um fyrstu tónleikana, sem voru vel sóttir. „Ég ætlaði að vera kominn með plötu, en það klúðraðist aðeins í smá studíórugli. Ég klára hana í byrjun næsta árs og fer bara aftur út þegar ég er tilbúinn með plötu. En stemningin er frábær.“
Unnar er nýlega kominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann túraði með hljómsveitinni Kaleo. Með honum á ferðinni nú eru þeir Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, og trommuleikarinn Kristofer Rodriguez Svönuson. Ferðalagið heldur nú áfram til Lúxemborgar og Amsterdam, en samtals eiga þeir eftir að spila í sautján borgum víða um Evrópu. „Þetta er bara fyrsta giggið,“ segir Unnar, „og sums staðar er uppselt, sums staðar bara ágætt. Þetta er túrlífið.“
Salka Sól




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst