Eyjamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, sem hefur verið að gera það gott undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, hóf tónleikaferðalag sitt um Evrópu með tónleikum í Lundúnum í fyrrakvöld. „Þetta var bara gaman, mjög gaman,“ segir Unnar um fyrstu tónleikana, sem voru vel sóttir. „Ég ætlaði að vera kominn með plötu, en það klúðraðist aðeins í smá studíórugli. Ég klára hana í byrjun næsta árs og fer bara aftur út þegar ég er tilbúinn með plötu. En stemningin er frábær.“
Unnar er nýlega kominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann túraði með hljómsveitinni Kaleo. Með honum á ferðinni nú eru þeir Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, og trommuleikarinn Kristofer Rodriguez Svönuson. Ferðalagið heldur nú áfram til Lúxemborgar og Amsterdam, en samtals eiga þeir eftir að spila í sautján borgum víða um Evrópu. „Þetta er bara fyrsta giggið,“ segir Unnar, „og sums staðar er uppselt, sums staðar bara ágætt. Þetta er túrlífið.“
Salka Sól





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.