Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Heilsugæslan bjóða upp á fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum fimmtudaginn 13. nóvember milli klukkan 13:00 og 15:00.
Markmiðið með viðburðinum er að hvetja fólk til að fylgjast með heilsu sinni og auka vitund um mikilvægi þess að hafa blóðsykur í jafnvægi.
Lionsklúbburinn er ein stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917. Lions starfar óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum og leggur áherslu á vináttu, samfélagsþátttöku og sjálfboðastarf.

Myndir: Óskar Pétur Friðriksson.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst