Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Heilsugæslan bjóða í dag, fimmtudaginn 13. nóvember, upp á fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum milli klukkan 13:00 og 15:00. Allir sem vilja eru velkomnir og engin skráning er nauðsynleg.
Markmiðið með viðburðinum er að hvetja fólk til að fylgjast reglulega með heilsu sinni og auka vitund um mikilvægi þess að halda blóðsykri í jafnvægi. Starfsfólk verður á staðnum til að útskýra niðurstöður mælinga og svara spurningum.
Lionsklúbburinn er ein stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð árið 1917 í Bandaríkjunum. Hreyfingin starfar óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum og leggur áherslu á vináttu, samfélagsþátttöku og öflugt sjálfboðastarf.
Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta leit þar við þegar verið var að byrja mælingarnar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst