Á Háaloftinu í dag ríkti sannkölluð jólagleði þegar jólasýningin „Jólasveinar ganga um gólf“ var sett á svið. Börn fylltu salinn, margir í jólaklæðum og tóku fagnandi á móti sveinunum sem gengu um gólf, sungu með krökkunum og skemmtu með ljúfum jólabröndurum og stuttum sögum.
Sýningin er skemmtilegur hluti af aðventunni í Vestmannaeyjum, þar sem yngstu gestirnir fá að upplifa jólaandan á skemmtilegan og lifandi hátt. Foreldrar og fjölskyldur nutu þess ekki síður – og margir tóku undir í söngnum þegar klassísk jólalög fylltu Háaloftið.
Næstu sýningar fara fram 20. og 21. desember, allar kl. 14:00 (húsið opnar 13:30). Miðaverð er 2.500 krónur og sala fer fram á tix.is. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu og myndbönd frá sýningunni í dag – sem sýna vel þá notalegu jólastemningu sem ríkti á Háaloftinu.




















Kostnaður við Landeyjahöfn kominn yfir 10 milljarða
Bað pabba sinn um hjálp – hinn dreymdi um stærra heimili
Minnihlutinn varar við þrengingum – meirihlutinn…
Töluvert ráðrúm til bætingar og vaxtar í Vestmannaeyjum
Göfug orkuskipti í orði – öfug orkuskipti í verki
Dýravinafélagið bauð til notalegrar útivistar á aðventunniSkráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst