Í gærkvöldi var Björgunarfélag Vestmannaeyja með flugeldakynningu. Á kynningunni var meðal annars sýnt úrval vinsælla flugelda, þar á meðal Tungubrenna, Fjarskipti, Snjóflóð, Björgunarhundar, Eyjatertan og Kaka ársins, auk fleiri vara.
Allar flugeldavörur félagsins má skoða og kaupa í vefversluninni á eyjar.flugeldar.is, þar sem einnig er hægt að ganga frá kaupum og sækja flugeldana síðar á Faxastígnum.
Flugeldasalan er opin til kl. 22 á kvöldin fram að gamlársdegi, en á gamlársdag verður opið til kl. 16.00. Myndasyrpu Óskars Péturs frá kynningunni má sjá hér að neðan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst