Mikill fjöldi lundapysja hefur flogið inn í bæinn á undanförnum vikum. Ungir sem aldnir Eyjamenn og gestir hafa eyjanna farið á svokallaðar lundapysjuveiðar til þess að hjálpa pysjunum aftur í sjóinn. Einnig hafa sumir bjargað þeim sem flogið hafa í höfnina og komið þeim í hafið annars staðar. Um er að ræða algjöran met fjölda fugla og ljóst að stofninn er að taka við sér.
Pysjurnar eru mjög myndrænar og ekkert síður fallegri en litskrúðugur lundinn. Því hafa margir tekið af sér myndir með litlu greyin og deilt þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Hér má sjá nokkrar þeirra sem birtar voru á opnum reikningum.
Það þarf að hafa réttu taktana í sleppingarnar
Sumar hafa enn ekki misst dúninn
Þessi pysja heldur eflaust með ÍBV
Ein að kíkja upp úr kassanum
Tvær að pósa saman
Eflaust margt sem að þessar gátu rætt saman
Hér er kennslumyndmand í sleppingum
Jafnvel Sveppi þorði að halda á lundapysju
Þessi pysja rétt náði sér á flug
Sumar eru svaka sprækar
Magnús Hlynur lét sig svo að sjálfsögðu ekki vanta á veiðarnar





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.