Mikill fjöldi lundapysja hefur flogið inn í bæinn á undanförnum vikum. Ungir sem aldnir Eyjamenn og gestir hafa eyjanna farið á svokallaðar lundapysjuveiðar til þess að hjálpa pysjunum aftur í sjóinn. Einnig hafa sumir bjargað þeim sem flogið hafa í höfnina og komið þeim í hafið annars staðar. Um er að ræða algjöran met fjölda fugla og ljóst að stofninn er að taka við sér.
Pysjurnar eru mjög myndrænar og ekkert síður fallegri en litskrúðugur lundinn. Því hafa margir tekið af sér myndir með litlu greyin og deilt þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Hér má sjá nokkrar þeirra sem birtar voru á opnum reikningum.
Það þarf að hafa réttu taktana í sleppingarnar
Sumar hafa enn ekki misst dúninn
Þessi pysja heldur eflaust með ÍBV
Ein að kíkja upp úr kassanum
Tvær að pósa saman
Eflaust margt sem að þessar gátu rætt saman
Hér er kennslumyndmand í sleppingum
Jafnvel Sveppi þorði að halda á lundapysju
Þessi pysja rétt náði sér á flug
Sumar eru svaka sprækar
Magnús Hlynur lét sig svo að sjálfsögðu ekki vanta á veiðarnar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst