Foreldrafélagið og kennarar vonast eftir góðri mætingu allra velunnara skólans og sveitarinnar. Verð fyrir fullorðna er kr. 1000 á mann og kr. 500 fyrir börn.
Tónleikar til móts við hækkandi sól
Næstkomandi laugardag munu nemendur í söngnámi við Tónlistarskólann verða með tónleika, Til móts við hækkandi sól í Safnaðarheimilinu klukkan 17.00.
Annika Tonuri, söng- og píanókennari við skólann, segir að nemendur á öllum stigum námsins komi fram og syngi fyrir gesti. �?�?etta eru nemendur á 1. ári og lengra komnir eins og Helga Jónsdóttir sem syngur á tónleikunum. �?eir standa í u.þ.b. eina klukkustund og eingöngu íslensk verk verða á efnisskránni bæði þjóðlög og lög eftir höfunda eins og Sigvalda S. Kaldalóns, Pál Ísólfsson og Jón Norðdal,�? segir Annika þegar hún er spurð út í tónleikana.
Annika er Eistlendingur og er ánægð með að dag tónlistarskólans ber upp á sama dag og þjóðhátíðardag Eistlands. �?�?að verða mikil hátíðahöld í tengslum við daginn úti, m.a. tónleikahald o.fl. �?annig að mér finnst skemmtilegt að tónleikarnir í Eyjum verði sama dag. �?að er reyndar 30 stiga frost úti í Eistlandi núna og þá er alveg hræðilega kalt,�? segir Annika og hún er mjög fegin að það er ekki svona kalt hér á landi.
Viðtalið við Anniku birtist í heild sinni í Fréttum
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.